Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ
8. júní 2017
FRAMTÍÐIN ER NÚNA!
Færni á vinnumarkaði:
Viðbrögð við skýrslu norræna starfshópsins um
raunfærni út frá sjónarhorni atvinnulífsins
Þróunin á fljúgandi ferð
Atvinnulífið er á fljúgandi fer, miklar breytingar í
gangi og stórkostlegar breytingar í kortunum.
Endurspeglast á vinnumarkaðinum, skipulagi
vinnunnar og störfunum.
• Alþjóðavæðingin
• Stafræna byltingin, tæknibreytingar og skipulag
vinnunnar
• Umhverfisáherslur
• Innflytjendur og fjölþjóðlegur vinnumarkaður
• Aldurssamsetning og búferlaflutningar
Tækifæri og ógnanir
Hvernig samfélög bregðast eða bregðast ekki við
þróuninni hefur lykiláhrif á það hvernig til tekst:
• Fórnarlömb breytinganna
• Taka þátt í og hafa áhrif á breytingarnar til
framdráttar fyrir:
– Einstaklingana
– Fyrirtækin og atvinnulífið
– Samfélagið allt
Norðurlöndin hafa tækifæri umfram flest önnur samfélög til
að takast á við og nýta breytingarnar til góðs
Hvað þarf til?
Sameiginleg sýn, stefna og aðgerðir stjórnvalda,
aðila vinnumarkaðarins og annarra hagaðila
Samþætt:
- Atvinnustefna
- Menntastefna
- Vinnumarkaðsstefna
Aðilar vinnumarkaðarins hafa sýnt ákveðið
frumkvæði - Hvar eru stjórnvöld??
Mikilvægi norræns samstarfs
Menntastefna
• Menntun/færniuppbygging getur átt sér stað:
– Í hefðbundnum menntastofnunum
– Í símenntunar- og fræðslumiðstöðvum
– Í fyrirtækjum og atvinnulífinu
– Í daglega lífinu – verkefni líðandi stundar,
félagsstarf, heimilishaldi o.s. frv.
Lykilatriðið er að hafa heildarsýn - hvert við viljum fara
• Allir þessir þættir eru mikilvægir – Þeir eiga að styðja
hvern annan og bæta hvern annan upp
Hæfnin/færnin er það sem skiptir máli – ekki hvar eða
hvernig hún er fengin!
Menntun er æviverk!
Raunfærnimat – Mikilvægt verkfæri
• Raunfærnimat: Aðferð til að meta hæfni/færni
einstaklinganna
Hvaða hæfni/færni býr einstaklingurinn yfir
• Hvar má/þarf að gera betur
– Mikilvægar upplýsingar fyrir einstaklinginn
• Í starfi/starfsþróun – skipta um starf
– Mikilvægar upplýsingar fyrir fyrirtækin/atvinnulífið
• Hvernig má nýta krafta einstaklingsins betur –
fræðslustefna fyrirtækisins: búa til/nýta „rétta“
samsetningu á hæfni/færni út frá markmiðum
Hver er staðan?
• Þróun á raunfærnimati á góðri leið – en margt
óunnið
• Prófa og þróa líkanið
– Nýta aðferðir annarra þjóða og reynslu
• Þróa aðferðir/nálgun varðandi launasetningu
– Byggt á hæfnirammanum
• Fjármagna verkefnið - hver á að fjármagna hvað?
• Tryggja góða framkvæmd –
fræðsluaðilar/fyrirtækin
• Tryggja möguleika/réttindi starfsmanna