Publicidad
Publicidad

Jarskjálftar - Karen

 1. Upptök jarðskjálfta verða oftast á flekamótum eða flekaskilum
 2. Eru sjaldan stórir
 3. Þeir gerast þegar hellisþök eða þegar stórar bergskriður falla
 4. Jarðskjálftinn varð á 13 km dýpi
 5. Forðast húsgögn á hreyfingu
 6. Varast hluti sem detta úr hillum og skápum, sérstaklega í eldhúsi.
 7. Halda sig fjarri ofnum og kynditækjum sem hendast út af festingum.
 8. T.d. með jarðskjálftum, og óróa sem greinast á mælum
 9. Af eldgosum getur stafað hætta af hreunrensli og öskufalli
 10. P bylgjur og S bylgjur
 11. Hundar finna fyrir P bylgjunum sem koma á undan

Notas del editor

 1. Hæhæ .. Ég heiti karen og ég ætla að kynna fyrir ykkur verkefni sem við áttum að gera heima og það sem ég var að fjalla um voru jarðskjálftar. Ástæðan fyrir því að ég valdi jarðskjálfta var að mér finnst rosalega gaman að fræðast um vísindi og eitthvað sem er fræðilegt.
 2. Hér sjáið þið alla jarðskjálfta sem hafa mælst á árunum 1936 – 1998
 3. Á þessari glæru er í rauninni sagt nákvæmlega hvað jarðskjálfti er .. Eins og stendur efst er þetta bara hristingur í jarðskorpunni. Það er líka sagt að við jarðskjálfta losni spenna sem getur hafa verið að safnast upp í hundruð ára en losnar á einu augnabliki með fyrrgreindum afleiðingum.
 4. Það eru jarðskjálftar á hverjum degi sem við finnum ekki fyrir vegna þess hvað þeir eru litlir. Ef að jarðskjálftar eru nógu stórir geta fylgt fyrir og eftir skjálftar.
 5. Jarðskjálfti er aðeins hreyfing undir jörðinni sem við finnum hér á yfirborði jarðar. Jarðskjálftar eiga sér oft stað og eru margar stærðir og gerðir af jarðskjálftum. Þeir gerast helst þegar flekahreyfingar eiga sér stað.
 6. Jarðskjálftar eru oftast að völdum flekahreyfinga. Hreyfingarnar eru hægar en valda mikilli spennu sem veldur því að bergið að það getur brostið. Á þessari mynd hefur bergið greinilega brostið.
 7. Svona er útskrift úr jarðskjálftamæli (sýna á töflu) svona myndi ég samt skilja þá best .. Þannig að þeir eru ..
 8. Það er til dæmis þegar það kemur jarðskjálfti á einu svæði getur þá valdið jarðskjálfta á öðru svæði
 9. Jarðskjálftar skiptast uppí 3 flokka .. Þeir eru brotaskjálftar, eldsumbrotaskjálftar og hrunskjálftar.
 10. Jarðskjálftar sem gerast inní borgum eru langalgengustu jarðskjálftarnir og mælast 90 % af öllum jarðskjálftum sem eru mældir. Þessir jarðskjálftar valda gríðarlegu tjóni eins og jarðskjálftinn á Haítí. Eins og stendur þarna neðst þá flokkast jaðskjálftar sem valda flóðbylgjum.
 11. Þessi flokkur er jarðskjálftar sem verða til við eldsumbrot .. Hann er næst algengasti flokkurinn eða er 7 % af öllum jarðskjálftum sem er mikið minna en algengasti flokkurinn. Jarðskjálftarnir koma þegar kvikan er að brjóta sér leið í gegnum jarðskorpuna.
 12. Svona skjálftar eru lang sjaldgæfastir eða bara 3 % af mældum jarðskjálftum þeir verða aðeins þegar stór hellisþök hrinja ..
 13. Upptakastaðurinn nefnist Skjálftaupptök (Hypósentrum) staðurinn sem er þar beint fyrir ofan kallast skjálftamiðja (episentrum)
 14. Maður finnur meira fyrir skjálftanum ef að hann er grunnur en skjálftinn er yfirleitt stærri ef hann er djúpur. Í Hveragerði er jarðskorpan aðeins 8 km og þar gerast ekki mjög stórir jarðskjálftar .. En ef þú ferð austar þá verður skorpan þykkari og þykkari og jarðskjálftar geta orðið stærri. (Benedikt Halldórsson á veðurstofunni)
 15. 12.janúar 2010 varð svakalegur jarðskjálfti á Haiti sem mældist 7.0 á Richter. Jarðskjálftinn varð á 13 kílómetra dýpi. Margir eða 14 eftirskjálftar mældust í kjölfar stóra skjálftans og þeir reyndust vera á bilinu 5,0 – 5,9. Talið er að 230.000 manns hafi farist og hátt í 300.000 byggingar eyðilagst eða skemmst mikið. (wikipedia)
 16. Flóðbylgjur verða bara til í tengslum við lóðréttar hreyfingar á hafsbotninum sem hreyfast upp og niður eða tilfærslur á massa sem sjá til þess að vatn kemst á hreyfingu. Jarðskjálftar eru algengasta orsök flóðbylgna, en eldgos og skriðuföll geta líka valdið umtalsverðum flóðbylgjum, jafnvel stærri en skjálftar gera. Stundum eru orsakirnar samsettar og flóknar. Til dæmis getur skjálfti valdið skriðuföllum sem síðan koma af stað flóðbylgju.
 17. Eldfjallaey getur hrunið í sjó fram í tengslum við eldgos og komið þannig af stað mjög stórri flóðbylgju. Jarðskjálftar neðansjávar geta valdið Tsunami sem er japanska og í beinni þýðingu er Hafnarbylgja. Flóðbylgjan getur svo komist meira en 100 km inn í landið.
 18. Áður en Kötlugos hefst verða stórir og miklir eldsumbrotaskjálftar. Það gerist þegar kvikan er að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Jarðskjálftamælingar eru því afar mikilvægar og mögulegt ætti að vera að segjafyrir til um eldgos með að minnsta kosti 4-6 klukkustunda fyrirvara. Með því skapast tími til að gera viðeigandi varúðarráðstafanir og hafa Almannavarnir ríkisins skipulagt neyðaráætlun sem meðal annars tekur til brottflutnings íbúa af hættusvæðum
 19. . Því er lítil ástæða fyrir íbúa í nágrenni Kötlu að óttast um líf sitt ef til goss kemur, en mikilvægt er að hinn almenni borgari þekki hlutverk sitt í neyðaráætlunum Almannavarna og hvetjum við alla, jafnt íbúa í nágrenni Kötlu sem og annars staðar að kynna sér þær. 
 20. Hérna er það sem á að gera ef það kemur jarðskjálfti og þú ert staddur innandyra .. Ég ættla að lesa það fyrir ykkur .. : Forðast húsgögn á hreyfinguVarast hluti sem detta úr hillum og skápum, sérstaklega í eldhúsi.Halda sig fjarri ofnum og kynditækjum sem hendast út af festingum.Halda sig fjarri stórum rúðum sem geta brotnað.
 21. Hérna sést hvað á að gera ef maður er utandyra það er aðalega að halda sig fjarri þeim stöðum þar sem hætta er á hrynjandi byggingum eða hlutum úr þeim
 22. Gjóskan getur verið varasöm vegna eldinga, eiturgufa og eiturefna. Dýrum er þá sérstök hætta búin. Öskuský getur truflað flugsamgöngur. Ef gos er undir jökli þá myndast nýjar jökulsprungur og hætta á að ár hlaupi sem getur valdið slysum á fólki og tjóni á mannvirkjum.
 23. Hér er tafla yfir sterkustu jarðskjálftana
 24. Hérna er listi yfir þá jarðskjálfta sem flest fólk hefur látist í
 25. Eins og stendur á glærunni þá eru tvennskonar bylgjur sem heita P og S. Hundarnir finna fyrir P bylgjunum og svo koma S bylgjurnar á eftir sem við finnum fyrir. Að lokum ættla ég að sýna ykkur til gamans hvernig hundur finnur fyrir jarðskjálftanum á undan mannfólkinu.
Publicidad