Publicidad
Publicidad

Más contenido relacionado

Más de Tryggvi Thayer(20)

Publicidad

Menntarannsóknir og framtíð menntunar: Framsýni og framtíðalæsi í menntasamfélaginu

  1. Menntarannsóknir og framtíð menntunar: Framsýni og framtíðalæsi í menntasamfélaginu Tryggvi Thayer, Ph.D. Afmælismálstofa Félags um menntarannsóknir Okt. 2022
  2. Kennisetningar Tryggva um framtíðafræði 1. Framtíðin er ekki eitthvað sem kemur fyrir okkur heldur eitthvað sem við mótum með öllum okkar ákvörðunum og aðgerðum í núinu. (Eiginlega allir framtíðafræðingar á tilteknum tímamótum í þeirra lærdómsferli, e.d.)
  3. Kennisetningar Tryggva um framtíðafræði 2. Framtíðir eru margar, margskonar, misdreifðar og notast á ólíkan hátt. (Önnur fullyrðing sem margir hafa orðað á mismunandi hátt)
  4. Menntarannsóknir ávarpa framtíðina með margvíslegum hætti Menntun er eitt framtíðamiðaðasta verkefni sem samfélög taka sér fyrir hendur. Erum alltaf að mennta fólk til að geta gert eitthvað í framtíð (hvenær sem sú tíð kann að verða að veruleika). Menntarannsóknir: • móta umræðu • skapa ný hugtök • skapa nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni • móta nýjar leiðir til að takast á við áskoranir og viðfangsefni FRAMTÍÐ MENNTUNAR (Sjá t.d. Menéndez et al., 2022; Cingel Bodinet, 2016; Gough, 1990)
  5. Breytingaöfl í upplýsinga- og tæknilegum veruleika ungs fólks • Nokkur dæmi: • Mynd- og hljóðvæðing upplýsingaveruleika: - Aukin notkun myndrænna og hljóðrænna miðla á kostnað textamiðla - Hljóðbækur og kvikmyndir/sjónvarpsefni á kostnað hefðbundinna bóka • Skil milli stafrænna og “raunverulegra” heima að afmást (gagnaukinn veruleiki): - Umhverfið upplýsir um sig sjálft (mögulega í rauntíma) • Ofurpersónuvæðing upplýsingaveruleika (snjalltækni/gervigreind): - Upplýsingaveruleiki tekur mið af upplýsingahegðun viðkomandi Hvaða áhrif hafa þessi breytingaöfl á hugmyndir um nám og menntun? Samræmast þessi breytingaöfl framtíðarsýn sem birtist (leynist) í menntarannsóknum? (Sjá t.d. Educause, 2022; Vogels et al. 2022)
  6. Framtíðalæsi Að skilja hvað felst í spurningunni “Hvað er þessi framtíð?” [sem ég er að vinna með] • Á hvaða forsendum byggist framtíðin? • Er framtíðin einstök eða almenn? • Hvað þarf til að breyta framtíðinni? - Lokuð kerfi -> breytingaöfl eru óbreytileg - Hálf-opin kerfi -> breytingaöfl eru breytileg • Er framtíðin lýsandi eða skapandi? (Miller, 2018)
  7. “A futures literate person has acquired the skills needed to decide why and how to use their imagination to introduce the non-existent future into the present.” (p. 15) Framtíðalæs einstaklingur: • Þekkir ólíkar tegundir framtíða og hvernig þær eru myndaðar. • Getur greint ólíkar framtíðir í ýmsum aðgerðum, fullyrðingum o.fl. (eigin og annarra). • Getur nýtt sér viðeigandi væntingaforsendur (e. anticipatory assumptions) til að skapa og vinna með þeirri framtíð sem þeir vilja vinna með Framtíðalæsi AA1: Kerfislegar spár AA2: Örlög AA3: Skapandi umbætur AA4: Sjálfshjálp AA5: Stefnumarkandi hugsun, skapandi framtíðarsýn fyrir einstakar aðstæður AA6: Viska, djúp innsýn, skapandi framtíðarsýn fyrir almennar aðstæður Væntingaforsendur og tegundir framtíða (Miller, 2018) (Miller, 2018)
  8. Hvernig tryggjum við að rannsakendur séu læsir á framtíðina? Framtíðalæsi sem hluti af rannsóknarnámi - nemendur kynnist: • forsendum framtíðafræða, • aðferðum framtíðafræða, • framtíðarannsóknir í menntavísindum. Auka umræðu um framtíðarannsóknir í menntavísindum: • Auka sýnileika framtíðarannsókna í menntavísindum. • ”Íslenska” framtíðafræði (þýða hugtök, o.fl.). Fagvæða framtíðafræði á Íslandi: • Sérhæft nám í framtíðafræðum. • Til verði fagstétt framtíðafræðinga.
  9. Heimildir Cingel Bodinet, J. (2016). Pedagogies of the futures: Shifting the educational paradigms. European Journal of Futures Research 4(21). https://doi.org/10.1007/s40309-016-0106-0 Educause (2022). Horizon reports. Educause. Sótt af https://library.educause.edu/resources/2021/2/horizon-reports Gough, N. (1990). Futures in Australian education—tacit, token and taken for granted. Futures, 22(3), 298-310. Menéndez-Alvarez-Hevia, D., Urbina-Ramírez, S., Forteza-Forteza, D., & Rodríguez-Martín, A. (2022). Contributions of futures studies to education: A systematic review. Comunicar, 30(73), 9–20. https://doi.org/10.3916/C73-2022-01 Miller, R. (Ed.). (2018). Transforming the future: Anticipation in the 21st century. Routledge. Vogels, E., Gelles-Watnick, R. & Massarat, N. (2022). Teens, social media and technology 2022. Pew Research Center: Internet, Science & Tech. United States of America. https://policycommons.net/artifacts/2644169/teens-social-media-and- technology-2022/3667002/

Notas del editor

  1. Menntavísindi hafa áhrif á framtíðina hvort sem það er ætlunin eða ekki. Þetta er í eðli fræðigreinarinnar. Ef við erum að vinna út frá rangri framtíðarsýn getur það haft afleiðingar, jafnvel alvarlegar, fyrir einstaklinga sem nýta sér þau menntakerfi sem við höfum áhrif á og samfélögin sem treysta á menntakerfin til að sjá sér fyrir þeirri þekkingu og hæfni sem þarf til að takast á við brýn verkefni og áskoranir.
  2. Meðvitund um það sem Miller kallar “anticipatory assumptions”
  3. Alveg eins og við gerum kröfu um að rannsakendur skýri stöðu þeirra sem rannsakendur gagnvart viðfangsefninu…
Publicidad